Videosafnið: Stærsta þota heims við æfingar í Keflavík
Stærsta farþegaþota heims, Airbus A380, hafði í þrígang viðkomu á Keflavíkurflugvelli í janúar 2007. Hingað kom vélin til æfinga í sterkum hliðarvindi en aðstæður á Keflavíkurflugvelli voru og eru ákjósanlegar til að stunda æfingar sem þessar. Þá bera flugbrautir Keflavíkurflugvallar vel flugvélar sem þessar því brautirnar í Keflavík eru tvöfalt breiðari en á mörgum öðrum flugvöllum í heiminum.
Það er við hæfi að rifja upp þessar myndir á þessum hvassviðrasama degi.
Í vetur ætlum við hjá Sjónvarpi Víkurfrétta [SVF] reglulega að grafa í myndasafnið okkar og sýna „gamlar“ fréttamyndir frá Suðurnesjum.