Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video:Róbert Ragnarsson verður næsti bæjarstjóri í Vogum
Mánudagur 29. maí 2006 kl. 17:45

Video:Róbert Ragnarsson verður næsti bæjarstjóri í Vogum

Róbert Ragnarsson verður næsti bæjarstjóri í Vogum eftir sigur E-listans í kosningunum á laugardaginn. Hann tekur við af Jóhönnu Reynisdóttur, sem verið hefur sveitarstjóri í 12 ár og nú síðast bæjarstjóri eftir að Vogar urðu að bæ.

 

Róbert er þrítugur með meistarapróf í stjórnmálafræði og hefur síðustu þrjú árin verið verkefnisstjóri  í Félagsmálaráðuneytinu þar sem hann hefur meðal annars stýrt átaki til eflingar sveitarstjórnarstigsins. Jafnframt hefur hann frá árinu 2004 verið stundakennari við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands, þar sem hann kennir stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga.

 

Ellert Grétarsson hitti Róbert á sigurhátíð E-listans á kosninganótt og spurði hvernig nýja starfið legðist í hann.

 

 

Video: Róbert nýr bæjarstjóri í Vogum

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024