Video: Stúlka stungin með eggvopni
Um miðjan dag var 22 ára gömul kona handtekin í Keflavík grunuð um að hafa þá skömmu áður veitt 5 ára gamalli stúlku áverka með eggvopni.
Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Víkurfréttir greindu frá mikilli lögregluaðgerð við Suðurgötu í Keflavík fyrr í dag þar sem fjölmennt lögreglulið hefur verið að störfum. Rannsóknarlögreglumenn voru á vettvangi fyrr í dag en húsið, þar sem atburðurinn átti sér stað, hefur verið vaktað af lögreglu í allan dag.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson · [email protected]