Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

VIDEO: Stór olíutankur felldur
Föstudagur 11. september 2009 kl. 12:06

VIDEO: Stór olíutankur felldur

Hreinsunarátak Reykjanesbæjar og Hringrásar heldur áfram. Í gær var felldur stór gamall olíutankur á fyrrum athafnasvæði Olís við Njarðvíkurhöfn. Var tilkomumikil sjón að sjá tankinn falla, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Hringrás ehf. og Reykjanesbær hafa staðið fyrir umhverfisátaki síðustu vikurnar. Safnað hefur verið saman miklu magni af brotajárni og málmum á ýmsum iðnaðarsvæðum í bænum.  Meðal annars hefur verið boðið uppá að sækja ýmislegt járnarusl fyrirtækjum að kostnaðarlausu.

Þar sem Hringrás vinnur allt hráefni á svæðinu er það flutt beint frá Helguvík í gegnum höfnina og stuðlar því að tekjumyndun og margfeldisáhrifum fyrir svæðið ásamt því að lágmarka akstur, slysahættu og útblástur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024