Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Sjöunda banaslysið í umferðinni á árinu
Miðvikudagur 27. maí 2009 kl. 23:18

Video: Sjöunda banaslysið í umferðinni á árinu


Karlmaður á fimmtugsaldri lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi á sjöunda tímanum í morgun. Talið er að hann hafi látist samstundis. Hann var einn í bíl sínum

Ökumaður í hinni bifreiðinni var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann og dvelur þar enn. Hann mun þó ekki vera í lífshættu.

Slysið varð þegar lítill sendibíll og jeppi, sem komu úr gagnstæðum áttum, rákust á. Nánar er ekki vitað um tildrög því ekki er búið að ræða við ökumanninn, sem komst af. Mennirnir voru einir í bílunum.

Veginum var þegar lokað en um klukkan tíu var farið að hleypa umferð framhjá slysstaðnum. Rannsóknanefnd umferðarslysa og lögreglan á Suðurnesjum rannsaka málið.

Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni það sem af er árinu.

Myndband frá vettvangi umferðarslyssins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024