Video: Samkaup í sókn
Samkaupsverslunum fjölgar stöðugt víða um land og munu innan tíðar telja vel á fimmta tuginn. Verið er að undirbúa opnun nýrrar verslunar á Höfn í Hornafirði og fleiri verslanir eru í burðarliðnum. Í dag opnaði Samkaup Strax nýja og glæsilega verslun í Garði.
Þá horfa Samkaupsmenn til uppbyggingarinnar í nýjum hverfum Reykjanesbæjar í Innri-Njarðvík þannig að sóknarfærin eru víða.
Mynd: Sturla Eðvarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa opnar nýja verslun í Garði í dag.
VF-mynd: elg.
Sjá myndband í Vefsjónvarpi Víkurfrétta á forsíðu vf.is