Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Sænskar þotur fylltu Keflavíkurflugvöll
Föstudagur 8. ágúst 2008 kl. 19:48

Video: Sænskar þotur fylltu Keflavíkurflugvöll




Sjö sænskar herþotur af SAAB gerð voru á Keflavíkurflugvelli í nótt ásamt tveimur C 130 flutningavélum sem fylgdu þotunum. Hingað komu vélarnar frá Grænlandi á leið sinni til heimahaga í Svíþjóð. Var tilkomumikil sjón að sjá allar vélarnar en fjöldi herflugvéla í Keflavík síðasta sólarhring var svo mikill að talað var um að hervélarnar væru að fylla flugvöllinn. Svo var nú ekki, enda flugvélastæðin ótalmörg um allan flugvöll.


Sænsku þoturnar sjö voru hér aðeins hálfum sólarhring eftir að rússneskar TU 160 Blackjack sprengjuflugvélar hrinsóluðu um landið. Ratsjárstofnun fylgdist vel með ferðum Rússanna.



- sjá nánar í vefsjónvarpi Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024