Video: Rennblautur dagur hjá hjólaköppum
Fjórmenningarnir í verkefninu Hjólað til góðs verða á Kirkjubæjarklaustri í nótt. Þeir félagarnir lögðu upp frá Hótel Rangá kl. 10 í morgun og var hellirignin og þoka allan tímann, alla vega að Vík í Mýrdal, þangað sem útsendari Víkufrétta elti þá. Það leit samt ekki út fyrir að það væri á leiðinni að stytta upp. Þeir lögðu af stað frá Vík kl. 16.30 og gerðu ráð fyrir að vera 3,5 til 4 klst. á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur.
Video: Þetta myndbrot er lýsandi fyrir ástandið á veðrinu í dag.
Myndataka: Kristbjörn Albertsson