Video: Meirihlutaskipti í Grindavík
Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í gær var ráðningasamningur Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur, nýráðins bæjarstjóra, samþykktur. Hún mun þiggja 20% lægri laun en forveri hennar Ólafur Örn Ólafsson. Málefnasamningur nýskipaðs meirihluta Samfylkingarfélags Grindavíkur og Framsóknarfélags Grindavikur var síðan lagður fram með aðaláherslu á að Grindavíkurbær verði fjölskylduvænt velferðarsamfélag með ábyrgri fjármálastjórn þar sem hagsmunir Grindvíkinga verða alltaf hafðir að leiðarljósi.
- Meðfylgjandi er stutt viðtal við Jónu Kristínu, nýjan bæjarstjóra í Grindavík.