Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

(Video) Hrefnuveiðar: Tveir tarfar skotnir á Faxaflóa
Miðvikudagur 27. maí 2009 kl. 12:54

(Video) Hrefnuveiðar: Tveir tarfar skotnir á Faxaflóa

Hrefnuveiðibáturinn Jóhanna ÁR206, sem fór úr höfn í Njarðvík í hádeginu í gær, hefur þegar skotið tvo tarfa á fyrsta sólarhring sínum á veiðum. Fyrsta dýrið, 8 metra langur hrefnutarfur, var skotinn síðdegis í gær. Annað 7 metra langt dýr, einnig karldýr,  var skotið í morgun. Áhöfnin ætlar að reyna að veiða þriðja dýrið áður en komið verður í land í dag með kjöt til vinnslu. Ekki er ljóst hvort kjötinu verður skipað upp í Njarðvík, þar sem skipið lagði úr höfn.

Sjá myndband frá brottför skipsins hér!

Mynd: Gunnlaugur Konráðsson hrefnuveiðimaður við byssuna á Jóhönnu ÁR. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024