Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Video: Höfrungi bjargað úr fjöruborðinu
Mánudagur 29. september 2008 kl. 14:56

Video: Höfrungi bjargað úr fjöruborðinu



Nú eftir hádegið var unnið að því að bjarga höfrungi sem komst hvergi eftir að hafa synt upp í fjöruborð við Hákotstanga í Innri-Njarðvík. Erlendir verkamenn sem þarna voru á ferð komu auga á skepnuna og hringdu eftir hjálp. Á meðan þeir biðu hennar gættu þeir þess að að ausa sjó yfir bak höfrungsins til að koma í veg fyrir ofþornun.
Tómas Knútsson, kafari, kom á staðinn ásamt liði sínu og hjálpaði hinum strandaða höfrungi á flot. Virtist sá síðarnefndi vera frelsinu feginn en þó ekki meira en svo að hann sneri við og synti aftur í strand og gerðist þetta reyndar tvívegis. Ekki er gott að segja hvort höfrunginn var orðinn svona hændur að Tomma eða hvort hann var orðinn svona vankaður eftir að velkjast um í fjöruborðinu. Á endanum virtist hann átta sig og synti til hafs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmyndir/elg: Á efri myndinni er Tómas Knútsson búinn að losa höfrunginn úr prísundinni og syndir með honum út. Á þeirri neðri reyna bjargvættirnir að gera skepnunni lífið auðveldara á meðan beðið var björgunar.


Myndband er komið í Vefsjónvarp Víkurfrétta frá vettvangi í dag.