Video: Herbert sendir innanríkisráðherra tóninn
– sjáið skilaboðin sem Herbert söng til Ólafar Norðdal
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson tók hús á lögreglustöðinni í Keflavík í gærkvöldi þar sem hann heilsaði upp á lögreglumenn á vakt. Við sama tækifæri tók Herbert í gítarinn og lagði lögreglumönnum lið í kjarabaráttu. Herbert sendir innanríkisráðherra tóninn í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var upp á lögreglustöðinni.
Herbert hefur síðustu vikur verið tíður gestur í Reykjanesbæ þar sem hann hefur farið hús úr húsi og selt heimamönnum diska með tónlist sinni.