Video: Furðuflugvélin farin til Grænlands
Þessi Airbus Beluga flutningavél hafði hér viðkomu á leið sinni vestur um haf. Vélin kom til Keflavíkur frá Edinborg í Skotlandi í gærkvöldi og er næsti áfangastaður Grænland. Þaðan mun vélin síðan halda áleiðis til Flórída í Bandaríkjunum. Vélin er að flytja farm fyrir bandarísku geimvísindastofnunina NASA.
Flugdrægni vélarinnar er takmörkuð. Hún getur að hámarki flutt 47 tonna farm en þá getur hún ekki flogið nema rúma 2000 kílómetra.
Vélin fór frá Keflavík í morgun kl. 10 og þá var meðfylgjandi mynd tekin.
Video: Airbus-furðuflugvélin í flugtaki frá Keflavík í morgun.
Video: Furðuflugvél á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi.