Video: Dekk fór undan eldsneytisbíl
Litlu munaði að stórslys yrði í gær þegar dekk fór undan tengivagni við eldsneytisbíl á leið að Keflavíkurflugvelli.
Málavextir voru þeir að um klukkan 19:00 var tilkynnt um olíubifreið með tengivagn á leið vestur Reykjanesbraut við Stekk. Höfðu vinstri framhjólbarðar losnað undan tengivagninum og kastast langar leiðir út fyrir akbrautina. Þegar ökumaður hægði á ferðinni við Rósaselstorg, sem er um fimm kílómetra frá þeim stað þar sem hjólbarðarnir losnuðu, seig tengivagninn niður. Þegar betur var að gáð voru allir hjólbarðar tengivagnsins lausir. Nýlega hafði verið búið að skipta um hjólbarða á tengivagninum.
Ljósmyndir: [email protected]
Myndband: [email protected]
Skoða myndband frá vettvangi - smellið hér!