Viðbygging Stóru Vogaskóla vígð
 Viðbygging við Stóru Vogaskóla var vígð við hátíðlega athöfn í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag.
Viðbygging við Stóru Vogaskóla var vígð við hátíðlega athöfn í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag.
Um er að ræða töluverða aukningu á rými þar sem mikil fólksfjölgun hefur verið í hreppnum undanfarin ár. Viðbyggingin er öll hin glæsilegasta, 1300m2 að flatarmáli, með stórum fjölnota veislu og ráðstefnusal. Kostnaður við framkvæmdina er kr. 248 milljónir króna, en kostnaðurinn er í höndum Eignarhaldsfélagins Fasteignar hf. sem á húsnæði skólans.
KS verktakar sáu um verkið sem gekk afar vel, en starfsemi í skólanum hófst 9 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust.
Rúmlega 200 nemendur eru við skólann.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				