Viðbygging Gefnarborgar gengur vel
Framkvæmdir við stækkun leikskólans Gefnarborgar ganga vel en starfsmenn Braga Guðmundssonar voru að vinna við þak nýbyggingarinnar þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá í dag.
Samkvæmt áætlun á verkinu að ljúka þann 15. maí næstkomandi en viðbyggingin er alls 188 fermetrar. Þó húsnæði skólans sé ekki gamalt var það sprungið vegna mikillar fjölgunar. Alls eru um 80 börn í skólanum og rúmlega 50 á hverjum tíma.
VF-mynd/Þorgils