Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðbúnaður vegna komu Vítisengla
Föstudagur 6. mars 2009 kl. 10:57

Viðbúnaður vegna komu Vítisengla



Búast má við spennuþrungnu andrúmslofti í Leifsstöð í dag þegar tugir Vítisengla frá öllum Norðurlöndunum munu reyna komast inn í landið, samkvæmt heimildum visir.is sem greinir frá þessu.

Mikill viðbúnaður er vegna væntanlegrar komu Vítisenglanna. Í gær gaf dómsmálaráðuneytið út tilskipun um að víkja frá Schengen-eftirlitinu tímabundið og taka upp landamæraeftirlit. Allir sem sem koma hingað til lands þurfa því að sýna vegabréf og breytir þá engu þó þeir séu frá aðildarríkjum Schengen.

Gripið er til þessara ráðstafana vegna innflutningsveislu sem Fáfnir boðar til í nýjum bækistöðvum sínum í Hafnarfirði nú um helgina. Hafði aðildarfélögum Vítisenglanna verið boðið til veislunnar.

Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu segir að litið sé á atburðinn sem ógnun við allsherjarreglu og þjóðaröryggi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar Víkurfréttir ræddu við lögregluna sagði varðstjóri að hún vildi ekki ræða málið, hvorki efnislega né hvers vegna hún vildi ekki tjá sig.
---

VFmynd: Mikið uppistand varð í Leifsstöð fyrir tveimur árum þegar norrænum Vítisenglum var vísað frá landinu.