Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðbúnaður vegna hervélar
Fimmtudagur 8. desember 2011 kl. 09:38

Viðbúnaður vegna hervélar

Lögregla og slökkvilið voru í viðbragðsstöðu þegar herflugvél kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hafði vélin misst aflið í einum af fjórum hreyflum sínum. Lendingin gekk hins vegar að óskum.

Ekki fylgdi sögunni af hvaða gerð herflugvélin var þegar um það var spurt hjá lögreglunni á Suðurnesjum í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá var ekki ljóst hvort viðgerð hefði hafist þegar í stað og hvenær áætlað er að flugvélin taki aftur á loft, segir í frétt á mbl.is