Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðbúnaður vegna flugvélar
Sunnudagur 27. júlí 2008 kl. 18:53

Viðbúnaður vegna flugvélar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flugvél Icelandair til New York sem tók á loft klukkan 17:15 var snúið við aftur vegna gangtruflana í hreyfli. Fullur viðbúnaður var á flugbrautinni en vélin lenti heilu og höldnu klukkan 17:26. Morgunblaðið á Netinu, www.mbl.is greinir frá.


Flugstjóri vélarinnar varð var við gangtruflanir í hreyfli við flugtak og ákvað að lenda vélinni aftur. Var því fullur viðbúnaður á vellinum er vélin lenti. Enginn um borð mun hafa meiðst og gekk lendingin vel. Stendur vélin á brautinni og verið er að kanna ástand hennar.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson