Viðbúnaður í Keflavík vegna bilaðrar herþotu
Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í F15 herþotu sem var að koma inn til lendingar rétt í þessu. Bilun er í búnaði vélarinnar. Vélin lenti þó án vandræða.
Önnur F15 herþota lenti fyrir tæpum sólarhring síðan vegna bilunar. Strengdur var vír yfir flugbrautina í gær til að fanga vélina, svipað og gert er á flugmóðurskipum.