Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna veiks flugmanns hjá Air France
Mikill viðbúnaður er á Keflavíkurflugvelli eftir að tilkynning barst frá flugvél Air France um að annar flugmanna vélarinnar væri veikur. Hættuástand er á næsthæsta stigi.
Flugvélin er að koma frá París og var á leið til JFK flugvallar í New York. 232 farþegar er um borð og allt að 25 tonn af eldsneyti eru í vélinni.
Mikill viðbúnaður er á Keflavíkurflugvelli en vélin átti að lenda um kl. 13. Fréttamaður VF er á staðnum og við munum birta nýjar fréttir innan skamms.