Viðbúnaðarstig ekki hækkað á Keflavíkurflugvelli
Viðbúnaðarstig í Varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli hefur ekki verið hækkað í kjölfar hryðjuverkaárásar á London nú í morgun. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli fundaði nú áðan með yfirmönnum Varnarliðsins, að sögn Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra í hádegisfréttum í Sjónvarpinu. Staðan verður metin frekar þegar líður á daginn.