Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðbúnaðarlending TF-GNA á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar
Þyrlan TF-GNA í Eyjum í gær. Mynd: Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
Miðvikudagur 25. janúar 2017 kl. 16:02

Viðbúnaðarlending TF-GNA á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, varð að gera viðbúnaðarlendingu á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis, þegar bilun kom upp í tveimur af þremur vökvakerfum hennar. Þyrlan var við blindflugsæfingar við braut 19 þegar bilunin kom upp.

Áhöfnin tilkynnti strax um bilunina, þá var klukkan 14.22. Var viðbragðsáætlun Keflavíkurflugvallar virkjuð, eins og venja er við slíkar aðstæður. Þyrlan lenti heilu og höldnu þremur mínútum síðar og var þá viðbúnaðurinn afturkallaður.

Snarræði og þjálfun áhafnarinnar hafði mikið að segja því aðstæður voru erfiðar. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar vinna nú að skoðun og viðgerð vélarinnar í flugskýli Landhelgisgæslunnar í Keflavík. Óvíst er á þessari stundu hvenær hún kemst aftur í gagnið. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024