Viðbrögð við alvarlegu slysi æfð
Björgunar- og sjúkraflutningsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja héldu stóra æfingu á Nikkelsvæðinu í gærkvöldi þar sem viðbrögð við alvarlegu slysi voru æfð. Umferðarslys var sviðsett og fólk var fast og alvarlega slasað í bílnum. Þá loguðu eldar og farþegi úr einum bílnum gekk í burt af slysavettvangi en varð meðvitundarlaus úti í móa. Þar var meðfylgjandi mynd tekin. Nánar um æfinguna í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson