Viðbrögð oddvitana við Víkurfréttakönnuninni
Viðbrögð oddvita flokkanna í Reykjanesbæ eru að sjálfsögðu misjöfn við splunkunýrri skoðanakönnun Víkurfrétta sem Gallaup gerði 16.-21.maí.Kjartan Már Kjartansson:
‚‚Það mun vera óásættanleg niðurstaða nái Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta í kosningunum. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu og eins og ég hef sagt áður þá er það alls ekki hollt að stjórnmálaflokkur nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn‘‘, sagði Kjartan Már.
Jóhann Geirdai:
‚‚Það er ánægjulegt að við séum að bæta við okkur fylgi og náum einum manni af Framsóknarflokki. Nú er mjög mikilvægt að ná einum manni af Sjálfstæðisflokk til að koma í veg fyrir að þeir nái meirihluta‘‘ sagði Jóhann Geirdal í samtali við Víkurfréttir.
Árni Sigfússon:
‚‚Þetta eru ánægjulegar fréttir. Hins vegar hefur raunin verið sú að Sjálfstæðisflokkur hefur fengið minna fylgi en slíkar spár hafa gefið til kynna og því getur þetta brugðið til beggja vona. Engu að síður eru þetta ánægjuleg tíðindi‘‘ sagði Árni Sigfússon.
Nánari fréttir af könnuninni eru í Víkurfréttum á morgun.
‚‚Það mun vera óásættanleg niðurstaða nái Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta í kosningunum. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu og eins og ég hef sagt áður þá er það alls ekki hollt að stjórnmálaflokkur nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn‘‘, sagði Kjartan Már.
Jóhann Geirdai:
‚‚Það er ánægjulegt að við séum að bæta við okkur fylgi og náum einum manni af Framsóknarflokki. Nú er mjög mikilvægt að ná einum manni af Sjálfstæðisflokk til að koma í veg fyrir að þeir nái meirihluta‘‘ sagði Jóhann Geirdal í samtali við Víkurfréttir.
Árni Sigfússon:
‚‚Þetta eru ánægjulegar fréttir. Hins vegar hefur raunin verið sú að Sjálfstæðisflokkur hefur fengið minna fylgi en slíkar spár hafa gefið til kynna og því getur þetta brugðið til beggja vona. Engu að síður eru þetta ánægjuleg tíðindi‘‘ sagði Árni Sigfússon.
Nánari fréttir af könnuninni eru í Víkurfréttum á morgun.