Viðbragðsáætlanir skóla og stuðningur við börn í vinnslu
Vinnu við viðbragðsáætlanir skóla Reykjanesbæjar, m.a. vegna náttúruhamfara er að ljúka. Einnig er búið að vinna viðbragðsáætlanir fyrir tónlistarskóla, íþróttamannvirki og félagsmiðstöð. Þegar áætlanir verða tilbúnar verða settar inn upplýsingar á vef Reykjanesbæjar og á vefi skólanna. Þetta kemur fram í fundargerð fræðsluráðs Reykjanesbæjar frá síðasta föstudegi.
Einnig hafa sálfræðingar á fræðslusviði útbúið hagnýtt efni fyrir foreldra undir yfirskriftinni „Að takast á við óvissutíma“. Tilgangur efnisins er að veita foreldrum hjálpleg ráð sem geta nýst þeim til að styðja við börnin sín á óvissutímum. Efnið er þegar aðgengilegt á íslensku á vef Reykjanesbæjar en hefur nú verið þýtt á pólsku auk þess sem ensk þýðing er í vinnslu og verður hvort tveggja aðgengilegt á vefnum.