Víða vandræði í morgunsárið
Bílar hafa víða staðið fastir nú í morgunsárið en mikið hefur snjóað á Suðurnesjum í nótt. Þá hefur einnig skafið í skafla þannig að margir hafa ekki einu sinni komist út úr innkeyrslum heimila sinna.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Innri Njarðvík snemma í morgun þar sem fólk átti í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar.
VF-myndir: Hilmar Bragi