Víða súld eða rigning í dag
Klukkan 06:00 í morgun voru suðvestan 5-10 m/s við suðvesturströndina, en annars hægviðri. Þokusúld eða slydda var á sunnanverðu landinu, en úrkomulítið norðan til. Hlýjast var 8 stiga hiti í Grindavík, en kaldast 2ja stiga frost við Mývatn.
Yfirlit:
Vestur af Írlandi er víðáttumikil 1045 mb hæð, en yfir Íslandi er grunnt lægðardrag sem þokast norðaustur.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 5-10 m/s og súld eða slydda með köflum sunnanlands, en annars yfirleitt hægviðri og úrkomulítið. Suðvestan 8-13 m/s síðdegis og víða súld eða rigning, en hægara og úrkomulítið austan til. Suðvestan 8-13 m/s og skýjað með köflum á morgun, en súld úti við suður- og vesturströndina. Hægt hlýnandi veður og hiti yfirleitt 1 til 6 stig í dag, en vægt frost norðaustanlands til kvölds.
Yfirlit:
Vestur af Írlandi er víðáttumikil 1045 mb hæð, en yfir Íslandi er grunnt lægðardrag sem þokast norðaustur.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 5-10 m/s og súld eða slydda með köflum sunnanlands, en annars yfirleitt hægviðri og úrkomulítið. Suðvestan 8-13 m/s síðdegis og víða súld eða rigning, en hægara og úrkomulítið austan til. Suðvestan 8-13 m/s og skýjað með köflum á morgun, en súld úti við suður- og vesturströndina. Hægt hlýnandi veður og hiti yfirleitt 1 til 6 stig í dag, en vægt frost norðaustanlands til kvölds.