Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víða snjókoma eða slydda
Föstudagur 7. janúar 2005 kl. 09:15

Víða snjókoma eða slydda

Klukkan 06:00 í morgun var norðlæg átt, 3-8 m/s en heldur hvassari og snjókoma á annesjum norðvestantil. Annars skýjað með köflum eða léttskýjað. Frost 0 til 15 stig, kaldast á Þingvöllum.

 

Skammt austur af Jan Mayen er 960 mb lægð, sem þokast suðsuðvestur. Á sunnanverðu Grænlandshafi er 967 mb lægð, sem þokast austur og grynnist, en 974 mb lægðardrag er fyrir sunnnan land.

 

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:

Norðan og norðaustan átt, yfirleitt 5-10 m/s en heldur hvassari norðvestantil. Él á norðanverðu landinu og víða snjókoma eða slydda með suðurströndinni um hádegi. Norðan 8-13 í nótt og á morgun, él norðanlands en léttir til sunnanlands. Frost yfirleitt 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust með suðausturströndinni síðdegis.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024