Víða nokkur snjór á Suðurnesjum
Björgunarsveitir á Suðurnesjum aðstoðuðu vegfarendur til klukkan rúmlega 4 í morgun, en fjöldi bifreiða lenti í vandræðum í óveðrinu sem gekk yfir suðvestanvert landið í gærkvöldi og nótt. Að sögn lögreglunnar í Keflavík hefur umferðin gengið vel í morgun og í dag og hafa engin óhöpp orðið. Frá því snemma í morgun hefur verið unnið við mokstur gatna á Suðurnesjum, enda mikill snjór sem safnaðist víða í nótt.
VF-ljósmynd/JKK: Snjóruðningsbílar eru nú víða við störf á Suðurnesjum.