Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Við frostmark í dag
Þriðjudagur 26. október 2004 kl. 09:21

Við frostmark í dag

Klukkan 6 voru norðvestan 13-17 m/s við norðaustur- og austurströndina, en annars var norðlæg átt, víða 5-10. Él eða snjókoma um norðanvert landið, en yfirleitt léttskýjað sunnantil. Kaldast var 5 stiga frost á Haugi í Miðfirði, en hlýjast 3 stiga hiti á Austfjörðum.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðan- og norðaustanátt, víða 5-10 m/s, en norðvestan 8-15 við ströndina norðaustan- og austanlands. Dálítil él á norðanverðum Vestfjörðum, en annars snjókoma eða él um landið norðanvert. Léttskýjað með köflum sunnan- og vestantil. Lægir og styttir upp í nótt. Hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun og yfirleitt léttskýjað, en stöku él austantil. Hiti 1 til 5 stig við ströndina að deginum, en annars 0 til 6 stiga frost.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024