Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Við eigum bara eina jörð“
Ávextir og grænmeti á afslætti þegar síðasti söludagur nálgast.
Þriðjudagur 3. nóvember 2015 kl. 15:10

„Við eigum bara eina jörð“

- Nettó hefur minnkað sorp um 100 tonn á ári

„Ef við nýtum allt þá hlífum við umhverfi okkar og minni sóun á sér stað. Einfalt er að temja sér innkaup þannig að fólk kaupi matvöru og noti hana samdægurs. Ef við leggjumst öll á eitt þá hlúum við að jörðinni, við eigum jú bara eina,“ segir Hallur Geir Heiðarsson, rekstrarstjóri Nettó. „Því miður hendum við gríðarlega miklu magni af matvöru og sorpi í okkar nútíma samfélagi,“ segir hann.

Hjá verslunum Nettó stendur yfir átakið minni sóun - allt nýtt og er því ætlað að kynna fyrir viðskiptavinum og starfsfólki hvað hægt sé að gera til að sóa minna. „Við ákváðum að sporna við sóun og höfum nú þegar unnið að því að minnka sorp um 100 tonn á ári í verslunum okkar. Við höfum unnið að alls kyns orkusparnaði á síðustu árum með sérstökum lokum á allar frystikistur í verslunum okkar. Nú bætist átakið við þar sem áherslan er á aukna flokkun og minni sóun matvæla,“ segir Hallur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nettó býður nú vaxandi afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag undir slagorðinu kauptu í dag - notaðu í dag og lækkar verð eftir því sem nær dregur síðasta söludegi. 20 prósenta afsláttur er veittur af þurrvöru sem rennur út eftir 30 daga og á ferskvöru sem á tvo daga eftir í síðasta söludag. 30 prósenta afsláttur er af þurrvöru sem rennur út eftir 15 daga og ferskvöru sem á einn dag í síðasta söludag. 50 prósenta afsláttur er svo af þurrvöru sem rennur út eftir 7 daga og ferskvöru sem er komin á síðasta söludag.