Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

VF 1988: Stýrimaðurinn  sofnaði á verðinum
Texti með myndinni frá 1988: Hrafn Sveinbjarnarson III á strandstað á föstudagsmorgun. Ljósm.: hpé/Grindavík.
Sunnudagur 31. janúar 2021 kl. 12:23

VF 1988: Stýrimaðurinn sofnaði á verðinum

Er síðast fréttist hafði ekki tekist að ná Grindavíkurbátnum Hrafni Sveinbjarnarsyni III af strandstað á Hópsnesi við Grindavík. Hefur báturinn verið dæmdur ónýtur at tryggingarfélagi hans. Var Slysavarnadeildinni Þorbirni gefið skipið á strandstað og munu þeir selja úr því það sem nýtilegt er, á staðnum.

Komið hefur í ljós að þegar báturinn sigldi í strand voru flestir skipverja að störfum frammi á millidekki. Tveir voru þó í koju og stýrimaðurinn í brúnni. Mun hann hafa sofnað í brúnni og ekki vaknað fyrr en um seinan. En báturinn var á leið til lands af miðunum út af Reykjanesi og því á réttri siglingastefnu en átti að taka beygju skömmu áður en hann kom að nesinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hrafn Sveinbjarnarson III er 175 tonna stálbátur, yfirbyggður, og var í eigu Þorbjörns hf. í Grindavík.

VF.IS birtir eldra efni af síðum Víkurfrétta sem fögnuðu nýlega 40 ára útgáfuafmæli. Meðfylgjandi grein birtist 18. febrúar 1988.