Vetur og sumar frjósa saman
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Snýst í norðanátt, 5-10 m/s og léttir til með morgninum. Lægir seinnipartinn. Hæg norðaustanátt og bjartviðri á morgun. Hiti 2 til 5 stig að deginum, en frystir í nótt. Samkvæmt gamalli þjóðtrú veit á gott sumar er sumar og vetur frýs saman aðfaranótt sumardagsins fyrsta.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 5-10 m/s og léttir til með morgninum. Lægir seinnipartinn. Hæg norðaustanátt og bjartviðri á morgun. Hiti 2 til 4 stig að deginum, en frystir í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Hæg norðaustlæg átt. Dálítil snjókoma syðst á landinu, en annars víða bjart veður. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust syðst.
Á föstudag:
Hæg suðaustlæg átt, en hægt vaxandi seinnipartinn, 8-13 m/s syðst um kvöldið. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla fyrir norðan fram á kvöldið. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost N- og A-lands.
Á laugardag:
Stíf austanátt með rigningu, en slyddu eða snjókomu NA-lands. Hiti svipaður.
Á sunnudag:
Austan og suðaustanátt. Rigning eða súld, en úrkomulítið NA-lands. Fremur milt í veðri.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt og slydda með köflum fyrir norðan og kólnar, en þurrt og áfram fremur milt syðra.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir austanátt með vætu S-lands.