Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vetur kveður með stæl
Svona var umhorfs í Reykjanesbæ í morgun.
Miðvikudagur 24. apríl 2013 kl. 09:54

Vetur kveður með stæl

Norðlæg átt, 3-8 m/s og stöku skúrir eða él við Faxaflóa, en 8-13 og bjart með köflum í nótt og á morgun. Hiti 0 til 5 stig að deginum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan 3-8 m/s og dálítil él, en 5-10 og úrkomulítið á morgun. Hiti 0 til 4 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðvestan 3-10 og yfirleitt bjartviðri, en gengur í suðvestan 10-15 m/s með rigningu og á stöku stað slyddu undir kvöld, fyrst V-til. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost NA-lands.

Á laugardag:
Vestlæg átt, 10-15 m/s og rigning en allvíða slydda til landsins. Skúrir eða él síðdegis. Hægari norðlæg átt um landið N-vert um kvöldið. Milt veður til kvölds, en frystir síðan.

Á sunnudag:
Norðan hvassviðri með snjókomu á N-verði landinu, en lengst af þurrt syðra. Hiti nálægt frostmarki við ströndina, en annars 1 til 7 stiga frost.

Á mánudag:
Dregur smám saman úr norðanátt og léttir til, fyrst V-lands. Kalt í veðri.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt og hægt hlýnandi veður, einkum um landið V-vert.



Svona var umhorfs í Reykjanesbæ í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024