Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vettvangsferð að víkingaskipinu Íslendingi
Föstudagur 5. ágúst 2005 kl. 13:14

Vettvangsferð að víkingaskipinu Íslendingi

Á dögunum fór  hópur af nemendum og kennurum frá leikskólanum Gimli í vettvangsferð að skoða víkingaskipið Íslending sem stendur við Stekkjarkot í Reykjanesbæ. 

Veðrið lék við þau þennan dag og gleðin skein úr hverju andliti og var hópurinn fljótur að setja sig inn í heim víkinganna og sigla í huganum um öll heimsins höf. 

Þessi ferð var liður í verkefni sem nemendurnir eru að vinna að og lýkur með listasýningu á bókasafni Reykjanesbæjar 16. til 29. ágúst. 



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024