Vetrarríkið hopar
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir austan 10-15 m/s og rigningu, en hægari og styttir upp í kvöld. Suðaustan 5-8 og skýjað, en þurrt að mestu á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Hægviðri og yfirleitt bjart með köflum, en sums staðar rigning eða slydda úti við sjávarsíðuna. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnar í veðri.
Á miðvikudag:
Suðvestanátt með slyddu eða éljagangi, einkum sunnanlands. Kólnandi veður.
Á fimmtudag:
Vestanátt með éljum, en víða vægt frost.
----
VFmynd/Ellert Grétarsson – Fallega vetrarríkið sem ríkt hefur undanfarið víkur nú fyrir hlýrri sunnanáttum með rigningu.