Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vetrarfundur ferðaþjónustunnar haldinn á fimmtudag
Reykjanesviti er einn fjölmargra vinsælla áfangastaða ferðamanna á Reykjanesi. VF-mynd/hilmarbragi
Þriðjudagur 14. febrúar 2017 kl. 10:33

Vetrarfundur ferðaþjónustunnar haldinn á fimmtudag

Vetrarfundur Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Unesco Global Geopark fer fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ fimmtudaginn 16. febrúar frá klukkan 8:30 til 10:30. Fundurinn er öllum opinn en skrá þarf þátttöku. Á fundinum verða afhent nýsköpunar- og hvatningar viðurkenningar ferðaþjónustunnar á Reykjanesi. Gunnar Hansson leikari verður fundarstjóri. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristin Rangnes, framkvæmdastjóri Gea Norvegica Unesco Geopark í Noregi og varaforseti European Geoparks Network (EGN)
Dagný Hulda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði
Afhending nýsköpunar- og hvatningar viðurkenningar ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 
Frímann Gunnarsson, ljóðskáld, rithöfundur, mannvinur og bóhem