Vetnisorka nýtt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, kveiktu á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í gær. Rafallinn mun koma til með að þjóna hlutverki varaaflsstöðvar og verður hann ræstur tvisvar á sólarhring til að knýja ljósabúnað við við flugstöðina.
Rekstur rafalsins er hluti af tilraunaverkefni verkfræðideildar Bandaríkjahers (The United States Army Corps of Engineers) með vetni sem varaafl. Íslendingar og Bandaríkjamenn standa sameiginlega að þessum hluta tilraunverkefnisins sem gert er ráð fyrir að standi yfir í eitt ár. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu að markmið tilraunarinnar sé að kanna áreiðanleika vetnisrafals sem varaafls í breytilegri veðráttu. Tekið var mið af íslensku veðurfari og reynslu Íslendinga af vetnistilraunum við staðarvalið.
Þátttaka Íslendinga í verkefninu og uppsetning búnaðarins í Keflavík ber vott um góð samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið annaðist undirbúning verkefnisins hér á landi í náinni samvinnu við iðnaðarráðuneytið og Íslenska NýOrku. Það endurspeglar áherslur stjórnvalda á sviði auðlindamála og þróun nýrrar tækni til að nýta betur endurnýjanlegar orkulindir landsins.
Íslensk NýOrka annast rekstur vetnisrafalsins við flugstöðina í samstarfi við bandaríska verkfræði- og rannsóknasetrið, US Army Corps of Engineers og LoganEnergy. Íslensk NýOrka var stofnuð 1999 til undirbúnings vetnissamfélagi á Íslandi. Að fyrirtækinu standa Vistorka, sameignarfyrirtæki ýmissa íslenskra aðila, DaimerChrysler, Shell Hydrogen og Norsk Hydro.
VF-mynd/Jón Björn: Ráðherrarnir og Höskuldur Ágeirsson, framkvæmdastjóri FLE, ræstu hverfilinn við flugstöðina
Rekstur rafalsins er hluti af tilraunaverkefni verkfræðideildar Bandaríkjahers (The United States Army Corps of Engineers) með vetni sem varaafl. Íslendingar og Bandaríkjamenn standa sameiginlega að þessum hluta tilraunverkefnisins sem gert er ráð fyrir að standi yfir í eitt ár. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu að markmið tilraunarinnar sé að kanna áreiðanleika vetnisrafals sem varaafls í breytilegri veðráttu. Tekið var mið af íslensku veðurfari og reynslu Íslendinga af vetnistilraunum við staðarvalið.
Þátttaka Íslendinga í verkefninu og uppsetning búnaðarins í Keflavík ber vott um góð samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið annaðist undirbúning verkefnisins hér á landi í náinni samvinnu við iðnaðarráðuneytið og Íslenska NýOrku. Það endurspeglar áherslur stjórnvalda á sviði auðlindamála og þróun nýrrar tækni til að nýta betur endurnýjanlegar orkulindir landsins.
Íslensk NýOrka annast rekstur vetnisrafalsins við flugstöðina í samstarfi við bandaríska verkfræði- og rannsóknasetrið, US Army Corps of Engineers og LoganEnergy. Íslensk NýOrka var stofnuð 1999 til undirbúnings vetnissamfélagi á Íslandi. Að fyrirtækinu standa Vistorka, sameignarfyrirtæki ýmissa íslenskra aðila, DaimerChrysler, Shell Hydrogen og Norsk Hydro.
VF-mynd/Jón Björn: Ráðherrarnir og Höskuldur Ágeirsson, framkvæmdastjóri FLE, ræstu hverfilinn við flugstöðina