Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vesturgötuslysið í Kompási með pólskum texta
Mánudagur 10. mars 2008 kl. 09:49

Vesturgötuslysið í Kompási með pólskum texta

Foreldrar Kristins Veigars Sigurðssonar, fjögurra ára drengs sem lést í Keflavík í desember eftir að bifreið ók á hann, biðla til almennings og óska eftir upplýsingum um slysið. Pólskur karlmaður er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni og farið af vettvangi. Hann fór frá landinu í febrúar og hefur ávallt neitað sök.

Fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallar um málið á þriðjudagskvöld, ræðir við foreldrana og skyggnist inn í rannsókn lögreglu á slysinu.

Þátturinn verður með pólskum texta og er þetta í fyrsta skipti í sögu Stöðvar 2 sem slíkt er gert. Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss segir að með þessu sé verið að reyna að ná til sístækkandi hóps Pólverja á Íslandi í von um að þeir hafi upplýsingar um slysið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024