Vesturgötuslysið: Fylgja eftir öllum vísbendingum
Allir starfsmenn rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum vinna nú að rannsókn banaslyssins á Vesturgötu sl. föstudag, þegar fjögurra ára drengur, Kristinn Veigar Sigurðsson, varð fyrir bifreið. Hann lést af áverkum sem hann hlaut í slysinu.
Ökumaður bifreiðarinnar sem ók á drenginn stakk af frá slysavettvangi. Sólarhring síðar handtóku lögreglumenn pólskan karlmann á fertugsaldri. Hann var stöðvaður við sérstakt eftirlit lögreglu á bifreið sem passar við lýsingu sjónarvotta. Bifreiðin var jafnframt skemmd og á bílnum voru trefjar úr fatnaði. Sýni af trefjum sem fundust á bílnm og trefjar úr fatnaði drengsins hafa verið sendar til rannsóknar hjá færustu sérfræðingum.
Talsmaður lögreglunnar á Suðurnesjum segir mikinn þunga lagðan í rannsókn málsins. Þar leggist rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn í almennri deild á eitt. Hinn grunaði í málinu er í gæsluvarðhaldi og verður það fram á miðjan dag á fimmtudag.
Ennþá eru að berast vísbendingar til lögreglunnar á Suðurnesjum og eru þær allar kannaðar. Talsmaður lögreglunnar segir engar nýjar fréttir af rannsókninni aðrar en þær að málið sé flókið úrlausnar. Yfirheyrslur fari allar í gegnum túlka og taki því lengri tíma en ella. Hinn grunaði í málinu sé pólskur og fjögur vitni í málinu, sem handtekin voru í fyrradag og sleppt í gær, voru einnig pólsk. Fram hefur komið að vitnin hafi reynt að búa til falska fjarvistarsönnun fyrir hinn grunaða í málinu.
Í dag voru settar niður þrjár hraðahindranir á Vesturgötu á kaflanum á milli Hringbrautar og Hafnargötu. Varanlegar aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í götunni verða framkvæmdar í vor.
Ökumaður bifreiðarinnar sem ók á drenginn stakk af frá slysavettvangi. Sólarhring síðar handtóku lögreglumenn pólskan karlmann á fertugsaldri. Hann var stöðvaður við sérstakt eftirlit lögreglu á bifreið sem passar við lýsingu sjónarvotta. Bifreiðin var jafnframt skemmd og á bílnum voru trefjar úr fatnaði. Sýni af trefjum sem fundust á bílnm og trefjar úr fatnaði drengsins hafa verið sendar til rannsóknar hjá færustu sérfræðingum.
Talsmaður lögreglunnar á Suðurnesjum segir mikinn þunga lagðan í rannsókn málsins. Þar leggist rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn í almennri deild á eitt. Hinn grunaði í málinu er í gæsluvarðhaldi og verður það fram á miðjan dag á fimmtudag.
Ennþá eru að berast vísbendingar til lögreglunnar á Suðurnesjum og eru þær allar kannaðar. Talsmaður lögreglunnar segir engar nýjar fréttir af rannsókninni aðrar en þær að málið sé flókið úrlausnar. Yfirheyrslur fari allar í gegnum túlka og taki því lengri tíma en ella. Hinn grunaði í málinu sé pólskur og fjögur vitni í málinu, sem handtekin voru í fyrradag og sleppt í gær, voru einnig pólsk. Fram hefur komið að vitnin hafi reynt að búa til falska fjarvistarsönnun fyrir hinn grunaða í málinu.
Í dag voru settar niður þrjár hraðahindranir á Vesturgötu á kaflanum á milli Hringbrautar og Hafnargötu. Varanlegar aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í götunni verða framkvæmdar í vor.