Vesturgötuslysið: Fjögur vitni handtekin
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi fjóra menn og færði til yfirheyrslu vegna ákeyrslunnar á Vesturgötu í Reykjanesbæ á föstudaginn. Vísir.is greinir frá þessu. Mennirnir eru taldir búa yfir upplýsingum í málinu en maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið á Kristinn Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, neitar sök í málinu.
Samkvæmt heimildum Vísis í hugar lögregla nú að fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum en eigandi bifreiðarinnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Fíber efni sem talin eru passa við föt drengsins hafa fundist á bíl mannsins og hafa þau nú verið send utan til rannsóknar.
Kristinn Veigar lést af meiðslum sínum á laugardagskvöld og nú klukkan sex hefst minningarstund um hann í Keflavíkurkirkju.
Samkvæmt heimildum Vísis í hugar lögregla nú að fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum en eigandi bifreiðarinnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Fíber efni sem talin eru passa við föt drengsins hafa fundist á bíl mannsins og hafa þau nú verið send utan til rannsóknar.
Kristinn Veigar lést af meiðslum sínum á laugardagskvöld og nú klukkan sex hefst minningarstund um hann í Keflavíkurkirkju.