Vesturgötuslysið: Farbannið rennur út í dag
Farbann yfir pólskum karlmanni, sem grunaður er um að hafi ekið á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ og orðið honum að bana í lok nóvember á síðasta ári, rennur út í dag. Enn er óráðið hvort farbannið verður framlengt.
Maðurinn var í gæsluvarðhaldi til 11. desember á síðasta ári. Þá krafðist lögreglan á Suðurnesjum þess að varðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur, en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við því. Þó var maðurinn úrskurðaður í farbann., sem rennur út í dag. Maðurinn hefur haft tilkynningarskyldu og þurft að láta vita af ferðum sínum einu sinni á sólarhring á lögreglustöðinni í Keflavík.
Maðurinn var í gæsluvarðhaldi til 11. desember á síðasta ári. Þá krafðist lögreglan á Suðurnesjum þess að varðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur, en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við því. Þó var maðurinn úrskurðaður í farbann., sem rennur út í dag. Maðurinn hefur haft tilkynningarskyldu og þurft að láta vita af ferðum sínum einu sinni á sólarhring á lögreglustöðinni í Keflavík.