Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vestlæg átt í dag, frost 0-10 stig
Fimmtudagur 10. febrúar 2005 kl. 09:24

Vestlæg átt í dag, frost 0-10 stig

Klukkan 06:00 í morgun var norðvestlæg átt á landinu, víða 5-10 m/s. Skýjað að mestu og sums staðar él, en léttskýjað um landið suðaustanvert. Frost 0 til 18 stig, kaldast í uppsveitum Suðurlands.

Norður af Jan Mayen er 965 mb lægð, sem þokast austur til morguns, en minnkandi lægðardrag suðaustur af landinu fer austur.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, yfirleitt 8-13 m/s, en heldur hægari í nótt og á morgun. Skýjað með köflum og dálítil él um landið vestanvert, en bjart að mestu austantil. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024