Vestanvindar og hiti 0-5 stig
Klukkan 6 var vestlæg átt, 15-20 m/s á annesjum fyrir norðan en víða 8-13 annars staðar. Austanlands var léttskýjað, en stöku skúrir eða él vestantil á landinu. Í innsveitum norðaustanlands var vægt frost, annars var hiti á bilinu 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestan og suðvestan 10-15 m/s og stöku él, en léttskýjað austanlands. Vestan 15-20 og víða él síðdegis. Hiti 0 til 5 stig. Lægir talsvert í nótt og léttir til. Vægt frost. Vaxandi sunnanátt með rigningu eða slyddu vestantil á landinu síðdegis á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestan og suðvestan 10-15 m/s og stöku él, en léttskýjað austanlands. Vestan 15-20 og víða él síðdegis. Hiti 0 til 5 stig. Lægir talsvert í nótt og léttir til. Vægt frost. Vaxandi sunnanátt með rigningu eða slyddu vestantil á landinu síðdegis á morgun.