Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. mars 2002 kl. 13:15

Vestangangan gefur 100 þúsund tonn í viðbót

Loðnukvótinn hefur verið aukinn um 100 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðuneytið tók ákvörðun þessa efnis eftir tillögu Hafrannsóknarstofnunarinnar, en undanfarna daga hefur verið beðið eftir hugsanlegri vestangöngu sem nú er komin fram.Í janúar sl. lauk Hafrannsóknastofnunin við mælingar á kynþroska hluta loðnustofnsins og gerði að þeim loknum tillögu um 1200 þúsund tonna heildaraflamark fyrir yfirstandandi loðnuvertíð.
Gert er ráð fyrir að hækkun á leyfilegum heildarafla í loðnu auki útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2002 um 1,2 milljarða frá fyrri áætlunum Þjóðhagstofnunar, en ekki er gert ráð fyrir að vertíðin standi lengur þó bætt sé við kvótann.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024