Vestanátt með slydduéljum
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Vestan 5-10. Skýjað að mestu en slydduél á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Vestan 3-8 m/s og skýjað með köflum en slydduél í fyrramálið. Hiti 1 til 4 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Hæg norðvestlæg átt og él norðan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 4 stig S- og V-til, en annars vægt frost.
Á föstudag:
Hæg breytileg átt víðast hvar og stöku él. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag:
Norðan strekkingur og él austanlands en annars hægari og skýjað með köflum. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins en frostlaust vestast.
---
Mynd: Tunglið yfir húsþökum Reykjanesbæjar í morgun