Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vestanátt með skúrum
Þriðjudagur 10. nóvember 2009 kl. 08:23

Vestanátt með skúrum


Veðurspá gerir ráð fyrir vestanátt við sunnanverðan Faxaflóa í dag, 5-10 m/s og skúrum. Lægir og léttir heldur til síðdegis. Fremur hæg suðaustlæg átt á morgun og þurrt að mestu, en austan 5-10 allra syðst síðdegis og dálítil rigning. Hiti 3 til 7 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Vestan 5-10 og dálitlar skúrir, en lægir og léttir heldur til síðdegis. Hægviðri og skýjað með köflum í fyrramálið og yfirleitt þurrt, en austan 5-8 og dálítil rigning síðdegis. Hiti 2 til 7 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á miðvikudag:

Fremur hæg suðaustlæg átt og bjartviðri, en gengur í austan 8-13 með dálítilli rigningu sunnantil um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig, en um eða undir frostmarki fyrir norðan.

Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg átt 8-15 m/s. Dálítil rigning sunnan- og austanlands, en skýjað með köflum og úrkomulítið norðan- og vestanlands. Fremur milt í veðri.

Á laugardag:
Stíf norðaustan átt og rigning eða slydda og jafnvel snjókoma norðantil, en úrkomulítið suðvestanlands. Kólnandi veður.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljagangi, en léttir til syðra. Áfram kólnandi veður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024