Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vest­an-ofsa­veður kemur snögglega í kvöld
Sunnudagur 30. nóvember 2014 kl. 13:50

Vest­an-ofsa­veður kemur snögglega í kvöld

Reykja­nesið er í skotlínu óveðurs­ins, ef hægt er að nota það orðalag, seg­ir veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands í samtali við mbl.is. Gríðarleg­ur viðbúnaður er vegna óveðurs­ins sem er í vænd­um og í kvöld mun veðrið nálg­ast það að flokk­ast sem fár­viðri.

Þor­steinn V. Jóns­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir að loft­vog­in falli ört og lægðin nálg­ist. Við erum að sjá storm­inn skella fljót­lega á eft­ir há­degi og þetta ger­ist nokkuð hratt. Þessu fylg­ir síðan úr­hell­is­rign­ing víða á sunn­an­verðu land­inu, að sögn Þor­steins.

„Við höf­um eig­in­lega meiri áhyggj­ur af vest­an-ofsa­veðri sem er spáð um kvöld­mat­ar­leytið og skell­ur á hér á suðvest­ur­horn­inu af mikl­um þunga um það leyti. Það get­ur gerst mjög snögg­lega,“ seg­ir Þor­steinn þegar mbl.is ræddi við hann nú áðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024