Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum
Miðvikudagur 31. janúar 2024 kl. 10:44

Vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum

Gul veðurviðvörun tekur gildi kl. 12:30 og er í gildi til kl. 17:00 í dag, 31. janúar. Vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum, segir Veðurstofan.

Vestan 15-23 m/s, dimm él og skafrenningur með lélegu skyggni. Erfið akstursskilyrði og færð getur spillst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt veðurfræðingi Vegagerðarinnar brestur á með V 15-22 m/s suðvestanlands um og upp úr hádegi og stendur í um 3 klst. Mikið skafrenningskóf og skyggni verður um tíma um og innan við 100 metrar, einkum frá Borgarnesi og austur fyrir Vík. Ekki síst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Ekkert ferðaveður er því á Suður- og suðvesturlandi frá klukkan 11 í dag. Einnig má búast við skafrenningi á Suður- og suðausturlandi og í kvöld spillist færð á Norðausturlandi frá Húsavík að Vopnafirði.